Ekki bara norðaustanátt á Skagaströnd

Veðurstofa Skagastrandar hefur stundað ítarlegar og ónákvæmar rannsóknir á vindganginum á Skagaströnd. Á þriggja mánaða löngum athugunartíma kemur í ljós að norðaustanáttin er ekki eins algeng eins og oft er haldið fram. Engu að síður „andar“ oft úr þeirri átt en einnig úr suðri og suðvestri og jafnvel suðaustri. Aðrar áttir koma lítið sem ekkert við sögu.

Sé vindrós þriggja mánaða skoðuð, en þau blóm má sjá með fréttinni, kemur margt skrýtið í ljós. Í janúar og desember hefur annað hvort verið norðaustanátt eða suðvestanátt. Í nóvember voru norðlægar áttir ráðandi.

Hlutfall vindátta á Skagaströnd í nóvember. Algengastar eru norðan-, norðausta-, suðaustan- og sunnanáttir.
Norður         31,5%
Norðaustur  17,8%
Austur         15,5%
Suðaustur           9,6%
Suður         17,2%
Suðvestur           8,0%
Vestur           0,3%
Norðvestur           0,2%


Hlutfall vindátta á Skagaströnd í desember. Norðaustan-, suður- og suðvesturáttirnar eru ráðandi.

Norður          2,3%
Norðaustur          26,2%
Austur          9,4%
Suðaustur          8,9%
Suður         25,6%
Suðvestur         22,7%
Vestur          3,6%
Norðvestur          1,4%

Hlutfall vindátta á Skagaströnd í janúar. Sömu áttir og í desember en til viðbótar austanátt.

Norður          2,2%
Norðaustur         17,7%
Austur         20,8%
Suðaustur          4,7%
Suður         20,0%
Suðvestur         29,5%
Vestur          4,7%
Norðvestur          0,3%

Vísindamenn hafa rannsakað mjög náið vindgang á Skagaströnd og niðurstaða þeirra bendir til að lítil vinddreifing skapist af einhæfu mataræði og þá sérstaklega ofneyslu á súrmeti og skorti á grænfóðri.