Endurvinnsla á sorpi vegna Covid-19

Á meðan að unnið er að því stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 verður öllum úrgangi sem berst frá heimilum í sveitarfélaginu fargað í varúðarskyni og mun því ekkert flokkast sem endurvinnsluefni á því tímabili. Allt sorp verður því flokkað sem almennt sorp.

Ástæða að baki þessari ákvörðun er að sorp getur mögulega verið sóttmengað og virðist veiran geta lifað á pappír og plasti í allt að sólarhring og enn lengur á málmi. Fyrir áhugasama má lesa niðurstöður rannsóknar í tengslum við þetta hér.

Endurvinnsluefni er handflokkað af starfsfólki Terra, ekki er hægt að virða tveggja metra fjarlægð milli starfsmanna á flokkunarbandi og er því aukin smithætta við þær aðstæður.

Til þess að tryggja að Terra ehf. og sveitarfélaginu sé kleift að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis og Umhverfisstofnunar verður því gripið til þessarar tímabundnu aðgerðar.

 

Mikilvægt er að ganga vel frá sorpi og halda áfram að nota endurvinnslutunnur fyrir endurvinnsluefni til þess að halda þeim eins hreinum og hægt er. 

Þá biðlum við til allra að ganga vel frá sorpi og hafa það í vel lokuðum pokum og gæta hreinlætis í kringum tunnur til þess að hindra frekari smit.

 

Sveitarfélagið Skagaströnd og Terra ehf.