Guðsþjónusta í Hólaneskirkju Sjómannadaginn

Skagastrandarprestakall

Guðsþjónusta í Hólaneskirkju Sjómannadaginn 6. júní 2021 kl. 11.00 .

Skrúðganga frá hafnarsvæðinu til Hólaneskirkju kl. 10.30.

 

Í guðsþjónustunni syngjum við saman sjómannalög og sálma undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista.

Ræðumaður dagsins er Guðmundur Finnbogason. Séra Bryndís Valbjarnardóttir þjónar fyrir altari.

 

Að athöfn lokinni verður gengið að minnisvarðanum um drukknaða sjómenn frá Skagaströnd sem stendur við kirkjuna og lagður þar blómsveigur.

Fyllum kirkjuna með söng og gleði í tilefni Sjómannadagsins.