Mynd vikunnar

Ingólfur Ármannsson
Ingólfur Ármannsson

Ingólfur Ármannsson var kennari við Höfðaskóla árin 1959 og 1960.  Hann var Akureyringur  og skáti. Fljótlega eftir að hann kom hingað stofnaði hann skátafélagið Sigurfara  og stýrði því sem félagsforingi þessi tvö ár sem hann var hér.  Skátastarfið naut mikilla vinsælda svo fljótlega voru um 40 unglingar á aldrinum 12 - 16 ára  komnir í Sigurfara.  Eftir að Ingólfur flutti aftur til Akureyrar tók Þórður Jónsson (d.25.12.2010), sem einnig var Akureyringur að uppruna, við sem félagsforingi. Sigurfari starfaði í 10 ár en þá lagði félagið upp laupana enda þá margt annað  í boði fyrir ungmenni á Skagaströnd. Undir það síðasta var enn einn Akureyingurinn, Pétur Eggertsson, við stjórnvölinn í félaginu. Þeir sem tóku þátt í skátastarfinu á sínum tíma lærðu margt og mikið af starfinu sem hefur fylgt þeim alla tíð síðan.  "Eitt sinn skáti, ávallt skáti"  eru einkunnarorð skátahreyfingarinnar og því minnast gamlir skátar úr Sigurfara Ingólfs Ármannssonar með hlýhug og virðingu en hann lést 1. september og var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 13. september 2019.