Skagastrandarprestakall

Taizè messa - kyrrðarstund Hólaneskirkja sunnudaginn 13. október 2019, kl. 20.00. 
Sunnudagaskóli kl. 11.00

Taizè messa er bæna- og íhugunarstund.
Lesnir eru ritningartextar úr Biblíunni, fyrirbænir og þögn til íhugunar.
Altarisganga.
Taizè söngvar byggjast á endurteknu söngstefi sem kallar fram hughrif kyrrðar.
Sr. Bryndís leiðir stundina.
Kór Hólaneskirkju syngur undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista og kórstjóra.

Fermingarbörn og forráðamenn eru hvött til að koma til kirkju.

Tekið er við fyrirbænum í kirkjunni, en það má einnig annað hvort hringja í prestinn eða senda póst.

UM KIRKJUSTARF

Sunnudagaskóli er í Hólaneskirkju kl. 11.00 á hverjum sunnudagsmorgni.
TTT félagsskapur fyrir börn tíu til tólf ára er á mánudögum kl. 14.00 - 15.00.
Æskulýðsfélag Hólaneskirkju á mánudagskvöldum kl. 20.00 - 21.30.
Kirkjukórsæfing er á þriðjudagskvöldum kl. 20.00 - 22.00.
Nýir söngfélagar velkomnir.

Dvalarheimilið Sæborg, heimsókn prests kl. 11.00 - 13.00.

Fermingarfræðsla hefst miðvikudaginn 16. okt. Kl. 15.00 - 16.30.

Guð blessi þig
Bryndís Valbjarnardóttir prestur
sími: 452 2695 / 860 8845.

bryndis.valbjarnardottir@gmail.com
Fésbók: Skagastrandarprestakall