Enn metafli á Skagaströnd

Aldrei hefur komið meiri afli að landi á Skagaströnd en síðustu fjóra mánuði liðins árs en þeir eru raunar fyrstu mánuðir nýs fiskveiðiárs, sem nær frá byrjun september til ágústloka.

Síðustu árin hefur mikill fiskur borist á landi eins og sjá má á eftirfarandi tölum: 

Árið 2007-08 6,0 þúsund tonn.

Árið 2008-09 8,3 þúsund tonn.

Árið 2009-10 9,1 þúsund tonn.

Aðeins er þriðjungur fiskveiðiársins 2010-11 liðinn og nú þegar er aflinn 6,2 þúsund tonn. 

Af þessu má sjá að nú þegar er aflinn meiri en allt fiskveiðiári 2007-08. Og sé miðað við sömu mánuði undanfarin ár er ljóst að aflinn er miklu meiri en áður hefur þekkst.