Ertu með lögheimili á réttum stað???

Með vísan til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, ber íbúum að tilkynna um flutning til íbúaskrár innan viku frá flutningi, bæði flutning innanbæjar og milli sveitarfélaga. Tilkynna ber flutninga á skrifstofu Höfðahrepps, Túnbraut 1 - 3, þar er opið frá kl. 09:00-12:00 og 13:00- 16:00 alla virka daga. Tilkynningarnar eru síðan sendar til Hagstofu Íslands.