Evrovision í félagsmiðstöðinni

Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Undirheimum fengu nýjan skjávarpa í tæka tíð til að horfa á undankeppni Evrovision. Þau vígðu búnaðinn með því að hafa Evrovision og fylgjast með Sylvíu Nótt. Þótt úrslitin hafi auðvitað verið vonbrigði þá var samt góð stemning og búnaðurinn virkaði fínt.