Færsla Sæborgar hjúkrunarheimilis til HSN  – þakkir og velfarnaðaróskir

Formleg yfirfærsla reksturs Sæborgar hjúkrunarheimilis á Skagaströnd til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) fer fram þann 1. maí næstkomandi.

Við viljum færa starfsfólki Sæborgar okkar innilegustu þakkir fyrir dýrmætt starf í þágu íbúa hjúkrunarheimilisins í gegnum tíðina. Starfsemin hefur verið ómetanleg fyrir samfélagið á Norðurlandi vestra sem og íbúa heimilisins og aðstandendur.

Við óskum öllum starfsmönnum velfarnaðar og góðs gengis á nýjum vettvangi innan HSN. Við erum afar stolt af þeirri mikilvægu þjónustu og faglegu starfsemi sem hefur einkennt Sæborg og hlökkum til að sjá hana þróast og eflast enn frekar innan HSN.

F.h. sveitastjórnar

Alexandra Jóhannesdóttir 

sveitarstjóri