Fallegu Strandafjöllin mín ...

Þegar vel viðrar á Skagaströnd, sem er sko eiginlega alltaf, kemur fyrir að fjöllin hinum handan Flóans sýni sig. Það þarf nú ekki endilega að gerast á sama tíma því veður í Strandasýslu eru oft önnur en hérna megin.

Hvað heita fjöllin vestan Húnaflóa á sömu breiddargráðu og Skagaströnd? Þessi spurning kom eitt sinn fyrir í spurningakeppninni Drekktu betur. Svarið er Balafjöll. Þau rísa bratt og tignarlegir hamrarnir blasa við augum eins og glögglega má sá á meðfylgjandi mynd.

Og þegar veðrið er gott væri gaman að geta ort eins og Helga frá Flögu:

Björt sem vandað brúðarlín,

breidd á þandan snjáinn.

Fallegu Strandafjöllin mín

fyrir handan sjáinn.