Farskólinn - fjögur námskeið á Skagaströnd

Farskólinn er farinn af stað með ný námskeið fyrir haustönnina hjá sér og stefnt er að því að halda staðnámskeið á Skagaströnd náist fullnægjandi fjöldi þátttakenda. 

Um er að ræða námskeið sem stéttarfélögin Samstaða, Aldan, Kjölur, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætla að bjóða félagsmönnum sínum upp á nú á haustönninni. Þau eru þó öllum opin og flest önnur stéttarfélög styrkja sína félagsmenn.

Áætlað er að halda eftirfarandi námskeið á Skagaströnd en önnur námskeið sem verða í boði eru vefnámskeið nema FabLab námskeið sem eru haldin á FabLab stofum á hverjum stað fyrir sig. 

Staðnámskeið á Skagaströnd:

Búðu til þinn eigin krans

Bakstur glúteinóþol og ofnæmi

Klassískir eftirréttir Cremé Brulée og Cremé Caramel

Jurtasmyrsl og krem

Við hvetjum alla til að skrá sig!

Nálgast má nánari upplýsingar um dagskrá og starfsemi Farskólans hér