Fatagerðin Iris flytur á Skagaströnd

 

Fjóla Jónsdóttir og Sólveig Róarsdóttir á Skagaströnd hafa keypt fatagerðina Iris ehf. sem um langt árabil hefur verið starfrækt á Akureyri. Fatagerðin hefur fyrst og fremst framleitt fatnað fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir. Þær Fjóla og Sólveig hafa hvor fyrir sig rekið einkafyrirtæki sem hafa annast sauma og fatagerð en hyggjast nú sameina þann rekstur og með því að bæta Irisi ehf  við það sem fyrir er telja þær sig hafa góðan rekstrargrundvöll.