Félagsmálaráðherra kemur á einn fund

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefur ákveðið að koma á einn kynningarfund um sameiningu Áshrepps, Blönduósbæjar, Höfðahrepps og Skagabyggðar, en ráðherrann verður gestur slíkra funda víða um land. Félagsmálaráðherra verður gestur fundarins á Skagaströnd 27. september.
Þar sem þetta er eini fundurinn sem ráðherra hefur tök á að mæta eru íbúar sveitarfélaganna hvattir til að sækja fundinn og heyra sjónarmið hans.