Félagsmiðstöðin í dorgveiði á Langavatni

Laugardaginn 26. febrúar fór “Útivistarklúbbur” félagsmiðstöðvarinnar “Undirheima” á Skagaströnd að Langavatni í dorgveiði undir styrkri stjórn klúbbstjórans Patriks Snæs Bjarnasonar. Engum öðrum sögum fer af veiði en að ekki náðist að veiða allan kvótann. Veðrið lék við veiðimennina sem reyndu fyrir sér á nokkrum stöðum í vatninu. Ætlunin er að fara í aðra veiðiferð seinna í vetur.

 

Tómstunda- og íþróttafulltrúi.