Félagsvist í Fellsborg í kvöld

Kvenfélagið Eining á Skagaströnd verður með aðra umferð félagsvistar í Fellsborg í kvöld. Fyrsti hlutinn var á dagskrá í síðustu viku og var þá fjölmenni. Þriðji hlutinn verður að viku liðinni.

Fólk er hvatt til að mæta enda tilvalið tækifæri til að læra spilið félagsvist. Ekki er nauðsynlegt að hafa mætt í síðustu viku enda er tilgangurinn sá að skemmta sér og öðrum.

Félagsvistin byrjar klukkan 20:30 í kvöld.