Fimm umsækjendur um Skagastrandarprestakall

Fimm umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út þann 8. desember sl. Umsækjendur eru:
  • Arndís Ósk Hauksdóttir, guðfræðingur
  • Einar Sigurbergur Arason guðfræðingur
  • Séra Fjölnir Ásbjörnsson
  • Ingólfur Hartvigsson guðfræðingur
  • Þóra Ragnheiður Björnsdóttir, guðfræðingur

Dóms - og kirkjumálaráðherra skipar í embættið til fimm ára að fenginni niðurstöðu valnefndar. Valnefnd skipa fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups Hólabiskupsdæmis.