Fiskafli á Skagaströnd eykst um 10%

Landaður afli í Skagastrandarhöfn kvótaárið 2009-2010 jókst um 10,3% frá kvótaárinu 2008-9. Eins og flestum mun vera kunnugt um er kvótaárið miðað við september til ágúst næsta ár.

Á nýliðnu kvótaári bárust 9.106 tonn á land á Skagaströnd, þar áður voru þau 8.259 og 2007-8 var aflinn 6.004. 

Eins og fram kemur á meðfylgjandi súluriti berst langmestur afli best yfirleitt á land í október, nóvember og desember en minnst yfir vori og sumar.