Fiskmarkaður Skagastrandar.

Fiskmarkaður Skagastrandar hefur keypt hluta af Hafnarlóð 6, sem áður var mjölskemma SR mjöls og hefur undanfarnar vikur verið unnið að breytingum á húsnæðinu fyrir markaðinn. Verið er að steypa nýtt gólf í húsið og var steypunni, um 70 m3, ekið frá Sauðárkróki. Fiskmarkaðurinn flytur væntanlega inn í húsið í júní nk. og rýmkast þá mikið um starfssemi hans. Talsverð aukning hefur verið í veiðum smærri báta frá Skagaströnd síðustu ár enda er umtalsverð veiði í Húnaflóa allt árið um kring. Í nýrri stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum kemur fram að mest veiddist af þorski á Húnaflóa og djúpt út af Norðausturlandi. Uppbygging á þjónustu við útgerðir við Húnaflóann er því mikilvæg og varð um 6,5% aukning í lönduðum afla á Skagastrandarhöfn á síðasta ári.