Fiskur - fiskur - fiskur

Mikill þorskafli hefur borist að undanförnu til Skagastrandar enda góð aflabrögð í Húnaflóa og út af Norðurland. Stærri skip leggja nú upp en endranær. Í morgun (þriðjudag) komu þrjú skip til Skagastrandar. 

Gullhólmi SH 201 var með 29,1 tonn a, Sturla GK 12 með 64,3 tonn og Rifsnes SH 44 með 59 tonn.

 

Einungis lítill hluti þessa afla fór á markað. Þó fóru 16 tonn af afla Gullhólma á markað, en aðeins 2,1 tonn af afla Sturlu og 9,4 af afla Rifsness. 

Stórir flutningabílar voru snemma í morgun komnir á hafnarbakkann og fluttu aflann til útgerða skipanna.

 

Ekki er er dagurinn allur, í kvöld koma Kristbjörg FH og Kristinn SH inn með mikinn afla.

 

Meðfylgjandi myndir tók Sigurður Sigurðarson.