Fjáhagsáætlun 2008

Sveitarstjórn Skagastrandar samþykkti fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 á fundi sínum 27. desember sl.

Heildarniðurstaða fjárhagsáætlunar er að rekstrarniðurstaða er jákvæð um 20 milljónir króna. Áætlaðar skatttekjur nema tæpum 230 milljónum og heildartekjur A-hluta eru áætlaðar 339 milljónum og heildartekjur samstæðu tæpar 408 milljónir. Heildargjöld A-hluta eru áætluð 286 milljónir og heildargjöld samstæðu 355 milljónir. Í yfirliti um sjóðstreymi er m.a. gerð áætlun um fjáfestingar og eru samtals fjárfestingar áætlaðar 125,8 milljónir. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að handbært fé lækki um 38,6 milljónir á árinu og verði rúmar 655 milljónir.

Sveitarstjóri

 

http://www.skagastrond.is/frettir/users3/stjori/Samþykkt%20áætlun%20-%20deildayfirlit08.pdf