Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins

 

Sveitarstjórn Skagstrandar afgreiddi fjárhagsáætlun 2016-2019 á fundi sínum 14. desember sl.

Fjárhagsáætlun ársins 2016 er afgreidd með jákvæðri niðurstöðu, bæði í A og B hluta samstæðu.

 

Í rekstraryfirliti áætlunar 2016 kemur fram að heildartekjur samstæðu eru áætlaðar 560.793 þús., þar af eru skatttekjur 391.744 þús. og  rekstrartekjur 170.435 þús. Rekstrargjöld eru áætluð 565.854 þús. þar af kostnaður vegna launa áætlaður 241.827 þús. Rekstrarniðurstaða er áætluð jákvæð um 9.181 þús. Í sjóðstreymi áætlunar er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri samstæðu verði jákvætt um 59.438 þús. Samanlagðar fjárfestingahreyfingar eru áætlaðar 52.950 þús. Að teknu tilliti til fjárfestinga og fjármögnunarhreyfinga er áætlað að handbært fé lækki um 3.512 þús. og handbært fé verði í árslok 595.931 þús. Í áætlun áranna 2017-2019 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu samstæðu öll árin.