Fjölmenni við opnum málverkasýningar

Yfirlitssýning á verkum Sveinbjörns H. Blöndal var opnuð í íþróttahúsinu á Skagaströnd síðasta laugardag. Fjöldi gesta var við opnunina og þar á meðal Birna Blöndal, ekkja Sveinbjörns, og börn þeirra.

Sýningin er einstaklega glæsileg. Hún þykir gefa gott yfirit yfir þróun og þroska listamannsins. Hann hóf feril sinn á því að tekna skopmyndir í dagblöð og teikningar voru honum alltaf hugstæðar. Á sýningunni má meðal annars sjá margvíslegar skopmyndir, einfaldar og flóknar. Þar eru einnig vatnslitamyndir, akrýl- og oliumálverk, alls fimmtíu og fjögur verk.

Sýningin verður opin daglega frá 13-17 fram til loka Kántrýdaga, 14. ágúst. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnun sýningarinnar.