Fjölskyldumessa í Hólaneskirkju 3. febrúar 2019 kl. 11. 00

 


Sunnudagaskólinn og messan sameinast í kirkjurýminu og hentar öllum aldurshópum. Það er yndislegt að eiga fallega morgunstund í kirkjunni. Taka undir í söng. Hlusta á gefandi Biblíusögu, horfa á leikþætti og biðja fallegra bæna.

Prestur leiðir stundina ásamt fermingarbörnum, leikhóp-TTT og sunnudagaskólabörnum. Börn úr Tónlistarskóla A-Hún. leika á hljóðfæri og syngja. Þau eru Arna Rún Arnarsdóttir, Ísak Andri Jónsson og Sigríður Kristín Guðmundsdóttir. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir leikur á flygilinn og félagar úr kór Hólaneskirkju leiða söng. Að messu lokinni er boðið upp á veitingar á kirkjuloftinu.


Bryndís Valbjarnardóttir, sóknarprestur.