Fjör og fræði á Skagaströnd á laugardaginn

Laugardaginn 21. maí býðst gestum og gangandi á öllum aldri að taka þátt í dagskrá Háskólalestarinnar á Skagaströnd .

Vísindaveisla Háskólalestarinnar er öllum opin, aðgangur ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

DAGSKRÁIN 21. MAÍ 
  • Vísindaveisla í félagsheimilinu Fellsborg kl 11 – 15
  • Sprengjugengið sýnir kl 11:30 og 13:30
  • Eldorgel, sýnitilraunir og syngjandi skál
  • Teikniróla, undraspeglar og snúningshjól
  • Japönsk menning, íslenskt táknmál
  • Stjörnufræði, fornleifafræði
Stjörnutjald og stjörnuskoðun í íþróttahúsi Höfðaskóla kl 12 – 15

Fræðsluerindi verða í kaffihúsinu Bjarmanesi kl 12:30 - 14:30. Þar fræðir Sævar Helgi Bragason gesti um leyndardóma stjörnufræðinnar, Soffía Auður Birgisdóttir flytur erindið „Endurvinnsla bókmenntaarfsins“, Þorvarður Árnason fjallar um samfélagsgildi kórastarfs, Þór Hjaltalín flytur erindi um Ásbirningaríkið og Albína Hulda Þorsteinsdóttir greinir frá leyndardómum fornleifafræðinnar – nota fornleifafræðingar í alvöru tannbursta og teskeiðar við störf sín?

12:30   Þór Hjaltalín: Ásbirningaríkið
13:00   Soffía Auður Birgisdóttir: Endurvinnsla bókmenntaarfsins
13:30   Þorvarður Árnason: Kórsöngur – allra meina bót?
14:00   Albína Hulda Þorsteinsdóttir: Tannburstar og teskeiðar – Hvað gera fornleifafræðingar?
14:30   Sævar Helgi Bragason: Stjörnufræði – Ferð um himingeiminn!

Annað:
Opið hús í Nes Listamiðstöd
Opið hús í Árnesi
Tónleikar í Kántríbæ föstudagskvöldið kl. 21, feðginin Lára og Rúnar.

Nánari upplýsingar um Háskólalestina og Háskóla unga fólksins eru á www.ung.hi.is.

http://www.ung.hi.is/skagastrond