Flóamarkaður á Skagaströnd!

 

Margir Skagstrendingar eru nú í óða önn að tína út úr geymslum hjá sér ýmiss konar dót á flóamarkaðinn sem verður í Djásnum og dúlleríi á laugardaginn, 3. mars.

Fólk úr nágrannabyggðum er einnig væntanlegt með söluvarning og eins hefur frést af varningi alla leið frá Vestmannaeyjum.

 

Það má því leiða líkum að því að úrvalið verði fjölbreytt og það verði skemmtileg stemning hjá stöllunum,

Signýju, Björk og Birnu í Djásnum og dúlleríi.

 

Opið er frá kl. 14.00-18.00.