Flottir tónleikar framundan í Kántrýbæ

Gunnar Þórðarson verður með tónleika í Kántrýbæ fimmtudaginn 10. desember og mun hann flytja mörg af sínum þekktu lögum.

Föstudagskvöldið 27. nóvember kl. 20:30 verður tónlistarhópurinn Multi Musica með tónleika í Kántrybæ. Hann mun flytja létta fjölþjóðlega tónlist sem hann flutti í síðasta mánuði í Miðgarði í Skagafirði. Tíu manns eru í hópnum og er tónlistin lög flutt og samnin af konum frá þrettán þjóðlöndum.

Báðir tónleikarnir verða nánar auglýstir síðar.