Flugdrekamyndir frá Skagaströnd

Það eru ýmsar leiðir til að taka skemmtilegar myndir og ljósmynaáhugi mikill og vaxandi með aukinni tækni og allskonar áhugaverðum ljósmyndabúnaði. Ljósmynaáhugafólk sækist eftir ýmsum og mismunandi myndefnum til úrvinnslu: Fólk, atburðir, birta, litir, fjöll og form eru þekkt viðfangsefni. Tæknin og möguleikarnir til áhugverðrar myndatöku eru allt að því óþrjótandi. Ein leiðin til að taka skemmtilegar myndir er að senda myndavélina upp í flugdreka og láta hana grípa sjónhorn fuglsins og færa það til eigandans og þeirra sem hann deilir myndefni sínu með. Einn af þeim sem stundar slíka flugdrekaljósmyndun er Árni Geirsson ráðgjafi hjá Alta ehf. Hann var á ferð um Skagaströnd fyrir nokkru og tók mjög skemmtilegar myndir með hjálp flugdrekans sem hann birtir á heimasíðu sinni: http://www.flickr.com/photos/arnigeirsson/sets/72157630503619218/