Flugeldasala 2006.

Björgunarsveitin Strönd og UMF. Fram voru með sína árlega flugeldasölu í áhaldahúsi staðarins. Að venju var dregið úr bónuspotti en þeir sem versluðu fyrir 20.000 krónur eða meira komust í pottinn. Eftir lokun þann 31.des. var dregið úr pottinum og sá heppni þetta árið var stórbóndinn Jens Jónsson Brandaskarði. Að sjálfsögðu voru verðlaunin vegleg flugeldaveisla. Flugeldasalan er ein mikilvægasta fjáröflun félaganna og þakka þau veittan stuðning í gegnum árin.