Flugeldasala björgunarsveitarinnar Strandar og UMF. Fram verður að Skagavegi 2 (við hliðina á þar sem Bílaskálinn var einu sinni).
Opnunartímar verða sem hér segir:
Föstudaginn     28.des.  kl. 18-22
Laugardaginn  29.des.  kl. 14-22
Sunnudaginn   30.des.  kl. 14-22
Mánudaginn     31.des.   kl. 10-16
Flugeldasalan er ein aðal fjáröflunarleið björgunarsveitarinnar Strandar og U.M.F. Fram.
Skagstrendingar og nærsveitamenn, verslum í heimabyggð það er allra hagur.
A.T.H að börn og unglingar 16 ára og yngri fá ekki að versla flugelda nema í fylgd með  foreldrum eða forráðamönnum og munið ábyrgðin er ykkar. 
ÁRAMÓTABRENNA – BLYSFÖR - FLUGELDASÝNING
Ágætu Skagstrendingar nú fjölmennum við í blysför,
kveðjum árið 2012, kveikjum upp í brennu og horfum saman á glæsilega flugeldasýningu.
Blysförin mun leggja af stað kl 20:30 og kveikt verður í brennunni  
kl 20:45.  Þegar kominn er góður eldur í bálköstinn mun fara fram flugeldasýning sem styrkt hefur verið af fyrirtækjum bæjarins.
Með von um góða þátttöku
Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram