FLUGELDASALA – BRENNA – BLYSFÖR-FLUGELDASÝNING

   

FLUGELDASALA – BRENNA – BLYSFÖR-FLUGELDASÝNING

 

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Strandar og Umf. Fram  verður í ár að Oddagötu 4 í húsnæði Rauðakrossins. Opnunartímar verða sem hér segir:

 

  Miðvikudaginn          28. des kl. 20-22

  Fimmtudaginn             29. des kl. 16-22

  Föstudaginn                30. des kl. 16-23

  Laugardaginn              31. des kl. 11-15

 

ATH!! Börn yngri en 12 ára fá ekki afgreiðslu nema í fylgd með fullorðnum og unglingar yngri en 16 ára fá ekki afgreidda skotelda.

 

Blysför - Brenna – Flugeldasýning

 

Fyrirkomulag áramótabrennu og blysfarar verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Brennan verður staðsett við  Snorraberg og blysför mun leggja af stað frá Fellsborg.

 

Lagt verður af stað frá Fellsborg 20:30 og kveikt verður í brennunni um kl 20:45. Þegar góður eldur er kominn í bálköstinn sjáum við glæsilega flugeldasýningu sem styrkt hefur verið af fyrirtækjum bæjarins.

 

Þökkum stuðninginn og með von um góða þátttöku

Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram