Flutningar á efni í hitaveitu hafnir

Fyrsti farmur af efni í hitaveitu sem á að leggja frá Reykjum til Blönduóss og áfram Skagastrandar er kominn. Framleiðandinn, Logstör í Danmörku hefur valið þá leið að flytja meirihlutann af efninu á flutningavögnum með ferjunni Norrænu.

Þótt um sé að ræða flutninga á um 1.200 tonnum á efni og 70 - 80 ferðir á dráttarbílum með vagna var þessi leið valin umfram beina flutninga með skipi. Fyrstu bílarnir með stálrör komu í gær og losuðu framinn í nágrenni við borholurnar á Reykjum.

Efnið sem um ræðir er í  um 13 km aðveitulögnin frá jarðhitasvæðinu á Reykjum (Húnavöllum) til Blönduóss og 20 km stofnlögn frá Blönduósi til Skagastrandar og dreifikerfi á Skagaströnd. 

Lagning veitunnar munu skiptast í þrjá megin verkhluta: Lagningu nýrrar stofnæðar frá Reykjum að Blönduósi sem verði unnin á árinu 2012, lagningu stofnæðar frá Blönduósi til Skagastrandar á fyrri hluta árs 2013 og lagningu dreifikerfis um byggðina á Skagaströnd sumarið og haustið 2013.