Fólk vantar í sumarafleysingar

Vinnumálastofnun á Skagaströnd leitar eftir starfsfólki í sumarafleysingar og tímabundna ráðningu til lengri tíma.

Leitað er að starfsfólki með góða skipulagshæfni, leikni í mannlegum samskiptum, lipurð í tölvunotkun og áhuga á að skila góðu starfi.  Framhalds- eða háskólamenntun er kostur sem og reynsla af skrifstofustörfum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum SFR.  

Helstu verkefni eru afgreiðsla umsókna um atvinnuleysistryggingar, almenn skrifstofustörf, símsvörun, upplýsingagjöf og þjónusta við atvinnuleitendur.

Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið liney.arnadottir@vmst.is fyrir 1. maí. 

Frekari upplýsingar gefur Líney Árnadóttir forstöðukona í síma 860 2053 og á liney.arnadottir@vmst.is.