Fór holu í höggi á Opna TM mótinu á Skagaströnd.

Á laugardaginn var Opna TM mótið í golfi á Skagaströnd. Mótið var jafnframt minningarmót um Karl Berndsen.

 

Á mótinu fór Frímann V.Guðbrandsson úr Golfklúbbi Sauðárkróks holu í högg á braut 7. Brautin er par 3 og 116 metra löng. Er þetta í fyrsta skipti í 22 ára sögu Golfklúbbs Skagastrandar sem það gerist að golfari leikur holu í höggi á Háagerðisvelli.

 

Úrslit urðu annars sem hér segir:

 

Konur án forgjafar:

  1. Árný L.Árnadóttir GSS 82 högg.
  2. Ingibjörg Guðjónsdóttir GSS 102 högg.
  3. Svanborg Guðjónsdóttir GSS 102 högg.

 

Konur með forgjöf:

  1. Guðrún Á.Jónsdóttir GÓS 75 högg.
  2. Árný L.Árnadóttir GSS 79 högg
  3. Þorbjörg Magnúsdóttir GSS 80 högg.

 

Karlar án forgjafar:

  1. Einar Einarsson GSS 84 högg
  2. Magnús Gunnarsson GSS 86 högg.
  3. Haraldur Friðriksson GSS 87 högg

 

Karlar með forgjöf:

  1. Magnús Gunnarsson GSS 76 högg.
  2. Einar Einarsson GSS 76 högg.
  3. Steini Kristjánsson GA 77 högg.

 

Ágæt þátttaka var á mótinu. Aðal styrktaraðili mótsins var Tryggingamiðstöðin.