Forstöðumaður íþróttahúss/sundlaugar

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir starf forstöðumanns íþróttahúss/sundlaugar laust til umsóknar.

 

Starfið er fólgið í umsjón með rekstri og starfsmannahaldi íþróttahúss og sundlaugar.

Leitað er eftir reglusömum starfsmanni sem er lipur í samskiptum, fær um sjálfstæð vinnubrögð og hefur hæfni til að starfa með börnum og unglingum.

Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagastrandar og hægt að sækja þau á vef sveitarfélagsins www.skagastrond.is

Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2018.

Nánari upplýsingar veitir Gígja í síma: 864 4908.

Sveitarstjóri