Frá Barnabóli

Leikskólanum berast góðar gjafir þessa dagana því Foreldrafélag Barnabóls hefur tekið upp budduna rétt einu sinni. Fjórir stórir bílar, fjögur teikniborð, gúmmímottur undir rólurnar og fjórar dúkkur komu upp úr kössunum að þessu sinni. Börnin eru himinlifandi yfir gjöfunum og eru þegar búin að skýra dúkkurnar, en þær heita Jón Oddur, Jón Bjarni, Sigrún og svo er það hún Felicia því hún er frá útlöndum og heitir útlensku nafni. Þessi „útlönd“ heita Afríka á landakortinu. Foreldrafélagið fær bestu þakkir frá börnum og starfsfólki fyrir þessar góðu gjafir. Helga Bergsdóttir leikskólastjóri