Frá Höfðaskóla

Af gefnu tilefni og þar sem tvísýnt er með veður á morgun, viljum við koma eftirfarandi skilaboðum til foreldra:  

 

Að fella niður kennslu er neyðarúrræði. Ef veður er svo slæmt að foreldrar telji það varhugavert börnum sínum þá er þeim að sjálfsögðu heimilt að halda þeim heima þótt engin tilkynning hafi komið um að kennsla falli niður.

 

Við minnum á að börn eru á ábyrgð foreldra í og úr skóla. Tilkynna þarf um forföll vegna veðurs eins og önnur.

 

Kveðja,

Stjórnendur