Frá Landsbanka Íslands Skagaströnd.

Miðvikudaginn 5. apríl s.l. kom Kór eldri borgara í Húnaþingi í heimsókn til Skagastrandar og  söng nokkur lög í Landsbankanum.

Hríðargarg, hálka og það sem slíku veðri fylgir aftraði ekki för þessara “söngfugla” og víst er að söngurinn féll í góðan jarðveg hjá þeim sem á hlýddu.  Lokalag kórsins var “Borgin mín” lag eftir Hallbjörn Hjartarson, texti eftir Kristján Hjartarson.  Kaffi og kleinur runnu ljúflega niður, eins og vera ber á góðum samkomum og fólk kvaddi hvert annað með hlýju og þakklæti fyrir góða stund í minningakörfuna. 

Stjórnandi kórsins er Kristófer Kristjánsson og undirleikari Óli. J. Björnsson.

Hafi kórinn þökk fyrir komuna, vonandi stilla Landsbankinn á Skagaströnd og kórinn saman strengi fljótlega aftur.