Frá Leikskólanum Barnabóli

Við Leikskólann Barnaból er starfandi kröftugt foreldrafélag en þegar börn byrja á leikskólanum verða foreldrar þeirra sjákrafa meðlimir félagsins. Þessi frábæru foreldrarnir hafa verið duglegir við að styðja við bakið á leikskólastarfseminni og má þar nefna vinnuframlag þeirra þegar allt starfsfólkið sótti námskeið, við að keyra okkur út og suður, taka þátt í íþróttadegi og sveitaferð svo eitthvað sé nefnt. Snemma í vor gaf foreldrafélagið leikskólanum þrjú þríhjól, eitt stórt með palli og tvö sparkhjól. Einnig splæsti félagið í stafræna myndavél handa leikskólanum. Bæði börn og starfsfólk leikskólans eru að vonum harla ánægð með þessar fínu gjafir og senda foreldrunum sínar bestu þakkir.