Frá Námsstofunni á Skagaströnd

Nú fer að hefjast innritun á vorönn hjá þeim skólum sem eru með fjarnám. Því ættu þeir sem hafa verið að hugsa um að fara í fjarnám að taka sig til og kynna sér hvað þeim stendur til boða. Í Námsstofunni er góð aðstaða til að stunda fjarnám, nokkrar tölvur og lestofa. Nú er verið að tengja fjarfundabúnað sem þýðir að eftir áramót er hægt að sitja kennslustundir í Námsstofunni. Fyrri hluta desember standa yfir þau próf sem fjarnámsnemendur fá leyfi til að taka í Námsstofunni. Þetta eru 32 próf sem 16 fjarnámsnemendur taka við 4 skóla. Síðan eru nokkrir fjarnámsnemendur sem taka sín próf í sínum skóla. En alls eru 23 með samning um að nýta aðstöðuna í Námsstofunni. Hér eru nokkrir skólar sem bjóða upp á fjarnám: Kennaraháskóli Íslands Háskólinn á Akureyri Verkmenntaskólinn á Akureyri Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra Fjölbrautarskólinn við Ármúla Háskóli Íslands Háskólinn á Hólum Háskólinn í Reykjavík Tækniháskóli Íslands Viðskiptaháskólinn á Bifröst Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Menntafélag byggingariðnaðarins Rafiðnaðarskólinn Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins Hótel- og matvælaskólinn Borgarholtsskólinn Iðnskólinn í Reykjavík Þessi listi er ekki tæmandi og skólarnir bjóða ekki upp á alla sína námsskrá í fjarnámi. Auk skólanna bjóða ýmsir aðilar alls konar áhugaverð námskeið í fjarnámi. Þeir sem vilja aðstoð eða nýta aðstöðuna í Námsstofunni á Skagaströnd er bent á að hafa samband við undirritaðan. Desember 2004 Umsjónarmaður Námsstofunnar á Skagaströnd Hjálmur Sigurðsson S: 8440985