Frá Nes listamiðstöð

Það verður opið hús fimmtudaginn 26. júlí. Það verður skemmtilega öðruvísi og vonandi verður veðrið gott.

Byrjað verður á slaginu 16:00 með gjörningi, á efstu hæð gamla frystihússins að Einbúastíg, sem stendur til 16:30. Á eftir mun verða hægt að sjá eftirstöðvar gjörningsins sem lista innsetningu.

Kl. 16:30 verður lítil myndbands innsetning sýnd á leynistað í gamla frystihúsinu.. lítið eftir merkingum!

Síðan er hægt að ganga til baka fyrir víkina að kaffihúsinu þar sem hljóðlistamaðurinn Askel Strimm mun flytja tónlist með vindinum.

Að því loknu er haldið áfram að listamiðstöðinni þar sem hægt verður að skoða það sem listamenn eru að starfa við. Boðið er upp á kaffi, te og kex.

Vonumst til að sjá ykkur þar, þar og þar!

Melody