Fræðasetrið opnað á Skagaströnd

Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra í sagnfræði opnar formlega á Skagaströnd föstudaginn 23. apríl kl. 16.

Á sama tíma opnar Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. og vígir nýjar rannsóknarstofur
kl. 16.

Opnunarathöfn verður í salnum í Kaupfélagshúsinu 16:00 - 19:00.

Opið hús:
Í nýjum rannsóknarstofum Biopol og hjá Fræðasetrinu 
Í Kaupfélagshúsinu
Í Nesi listamiðstöð  
Í Árnesi – elsta húsi bæjarins 

Daginn eftir, 24. apríl, er fyrsta opna málþingi Fræðasetursins: „Nokkur brot úr sögu samskipta Íslands við erlend ríki – Til upprifjunar fyrir pólitíska umræðu“. 

Boðið verður upp á ferð með leiðsögumanni í Kálfshamarsvík.

Sætaferðir eru frá Reykjavík 23. apríl kl. 12 og  til Reykjavíkur 24. apríl kl. 16:30. 

Þriggja rétta kvöldverður í Kántrýbæ á föstudagskvöldinu kostar kr. 4190. Nánar auglýst á ssnv.is og víðar.