Fræðslufundur um einelti og vímuvarnir

Þriðjudaginn 18. janúar sl. var haldinn fræðslufundur í Höfðaskóla á vegum foreldrafélags skólans. Fyrirlesari var Jón Páll Hallgrímsson, starfsmaður Regnbogabarna, sem eru landssamtök gegn einelti. Jón Páll skipti fyrirlestri sínum í tvennt. Í fyrri hlutanum ræddi hann eineltismál og aðgerðir gegn þeim en seinni hlutanum varði hann í forvarnir vegna vímuefnaneyslu. Um þrjátíu foreldrar sátu fundinn. Sama dag hitti Jón Páll nemendur 8.-10. bekkjar og ræddi við þau um sömu málefni. Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi Regnbogabarna þá er heimasíðan www.regnbogaborn.is .