Fræðslufundur um forvarnir 1. desember

Vertu öruggari um barnið þitt!

Magnús frá Maríta verður með fræðslu um forvarnir fimmtudaginn 1. desember kl. 20:00 í Fellsborg.

Maríta er forvarnarsvið Samhjálpar.  Aðalverkefnið er samstarf á vettvangi forvarnarfélagsins Hættu áður en þú byrjar er varðar fræðslu um skaðsemi fíkniefna.

Fundurinn er fyrir foreldra, kennara og alla aðra sem hafa áhuga á fræðslu um forvarnir.

Allir velkomnir

Kaffi og með því

Lofum góðri fræðslu

„Hjálpaðu barninu þínu að taka afstöðu og segja nei við vímugjöfum“

Foreldrafélagið í Höfðaskóla