Fræðsluskrifstofa Austur-Húnavatnssýslu stóð fyrir námskeiði

Fræðsluskrifstofa Austur-Húnavatnssýslu stóð fyrir námskeiði í Félagsheimilinu á Blönduósi, fimmtudaginn 23. september.

Fyrirlesari að þessu sinni var Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur og var markmið hans að kynna þátttakendum fjölbreyttar hugmyndir,  ráð og leiðir til að draga úr neikvæðri hegðun í  kennslustarfinu og hvað gera má til að byggja upp jákvæðan skólabrag.

Kennarar og starfsfólk grunn- og leikskóla  Húnavatnsþings og Borðeyrar  fjölmenntu í Félagsheimilið og geta nú nýtt sér þessar ágætu upplýsingar í starfi.

 

Mynd

Þátttakendur og leiðbeinandi fyrir utan Félagsheimilið á Blönduósi