Fræknir Frammarar

Nú þegar sumarið er senn á enda er gaman að rifja upp hvað krakkar í Umf. Fram á Skagaströnd hafa haft fyrir stafni í sumar. Starf félagsins byrjað á fótboltanámskeiði undir stjórn Ágústs Inga sem endaði með þátttöku á Smábæjarleikum á Blönduósi.  Eftir fótboltanámskeiðið hófst starf á íþróttavellinum sem   var eins og undanfarin ár í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Skagaströnd.  Að þessu sinni voru þátttakendur um 45. Hér var um að ræða sambland af kofasmíði, skólagörðum og almennri hreyfingu m.a. frjálsum íþróttum, undir stjórn Hilmars Sigurjónssonar. 

Við hjá Ungmennafélaginu Fram erum eins og alltaf ákaflega stolt af okkar börnum en að þessu sinni erum við sérstaklega ánægð með hvað margir tóku þátt í íþróttamótum í sumar og hversu góður árangur náðist. Umf. Fram lenti í þriðja sæti á héraðsmóti USAH sem haldið var á Blönduósi. Þar unnu til verðlauna Róbert Björn Ingvarsson, Stefán Velemir, Elvar Geir Ágústsson , Guðrún Anna Halldórssdóttir, Sigurbjörg Birta Berndsen, Guðjón Örn Kristjánsson og Laufey Inga Stefánsdóttir.

 Á Barnamóti USAH sem haldið var í Húnaveri átti Umf Fram 15 keppendur sem allir stóðu sig með mikilli prýði.

Níu þátttakendur frá Umf. Fram tóku þátt á unglingalandsmóti UMFÍ sem nú var haldið í Þorlákshöfn.  Hafa aldrei jafn margir keppendur frá Umf. Fram tekið þátt á þessu stórskemmtilega móti sem er í raun ein stór hátíð fyrir alla fjölskylduna. Að sjálfsögðu var allt okkar fólk til fyrirmyndar og stóð sig allt frábærlega. Krakkarnir kepptu í frjálsum íþróttum og fótbolta. Á landsmótinu vann Stefán Velemir til verðlauna en hann hlaut silfurverðlaun í kúluvarpi. Frændi hans Róbert Björn Ingvarsson varð fjórði í 800m hlaupi.

Þristurinn, frjálsíþróttamót þar sem keppa USAH,USVH og UMSS var að þessu sinni haldið að Reykjum í Hrútafirði. Mótið var æsispennandi og baráttan í fyrirrúmi en svo fór að lokum að USAH sigraði m.a. með góðum árangri krakkana frá Skagaströnd.  Frammararnir sem tóku þar þátt voru Róbert Björn Ingvarsson, Sigurbjörg Birta Berndsen, Elvar Geir Ágústsson, Guðrún Anna Halldórssdóttir og Stefán Velemir. Lönduðu þau samtals 7 gullverðlaunum, 4 silfurverðlaunum og einu bronsi.

Rúsínan í pylsuendanum var að þeir frændur Stefán Velemir og Róbert Björn Ingvarsson tóku þátt á Meistaramóti Íslands sem haldið var að Laugum í Þingeyjarsýslu nú um miðjan ágúst. Gerðu þeir sér lítið fyrir og hlutu báðir silfurverðlaun í sínum greinum. Róbert í 800m hlaupi en Stefán í kúluvarpi.

Eftir þessa upptalningu á afrekum sumarsins er ljóst að við getum öll verið virkilega stolta af unga fólkinu okkar og því mikilvægt að foreldrar haldi áfram að hvetja börnin til þátttöku í íþróttum.

Fh. Ungmennafélagsins Fram

Halldór Ólafsson, formaður