Framboðsfundur á Skagaströnd

Framboðsfundur vegna sveitarstjórnarkosninga var haldinn í félagsheimilinu Fellsborg, sunnudaginn 21. maí 2006. Fundinum var þannig stillt upp að fjórir efstu menn á hvoru framboði fluttu framsöguræður í tveimur umferðum. Frambjóðendur ræddu síðan málin í pallborði og svöruðu spurningum frá fundarmönnum. Hvort framboð hafði síðan nokkrar mínútur til að flytja lokaorð.

Fundarstjóri var Steindór R. Haraldsson og tímavörður var Guðbjörg Ólafsdóttir.

Í pallborði urðu líflegar umræður um fjármál og stefnumál framboðanna. Fundurinn sem er eini sameiginlegi vettvangur framboðanna til kynningar á fólki og stefnumálum var vel sóttur en á hann mættu 60-70 manns. Á kjörskrá í Höfðahreppi vegna sveitarstjórnarkosninganna 2006 eru 377 íbúar sem skiptast í 200 karla og 177 konur. Eins og fram hefur komið eru tveir listar í framboði til hreppsnefndar Höfðahrepps, L-listi og S-listi en í hreppsnefnd sitja fimm fulltrúar.

Á fundinum töluðu af hálfu framboðanna.

Af L-lista:

Sigríður Gestsdóttir, Erla Jónsdóttir, Jóhannes Indriðason og Guðjón Ebbi Guðjónsson.

Af S-lista:

Adolf H. Berndsen, Birna Sveinsdóttir, Halldór G. Ólafsson og Jensína Lýðsdóttir.