Framkvæmdir við hitaveitu hafnar á Skagaströnd

Í gær miðvikudaginn 22. maí var fyrsta skóflustungan tekin í dreifikerfi hitaveitu á Skagaströnd. RARIK hefur gert verksamning við GV Gröfur ehf. um framkvæmdina að undangengnu útboði. Undirverktaki við gröft og tenginu veitunnar er Sorphreinsun VH ehf.

Verkið hófst með því að grafið var fyrir inntaki að Vallarbraut 4, en verkinu verðu þannig háttað að teknir verða fyrir ákveðnir afmarkaðir hlutar byggðarinnar. Fyrsti hluti verksins er tenging húsa sunnan Fellsbrautar og á Hólanesi. Gert er ráð fyrir að þeim verkhluta verði að mestu lokið áður en lagt verður af stað í næsta verkhluta sem er tenging hús á svæðinu milli Fellsbrautar og Ránarbrautar.

Ljósmyndir: ÁGI