Framkvæmdir við kirkjulóð

Undirbúningur hellulagnar á bílastæði austan kirkjunnar gengur vel. Jarðvegsskiptum er að mestu lokið og búið að taka stæði fyrir minnisvarðann syðst í planinu. Starfsmenn voru að taka hæðir, þjappa fyllingu og undirbúa uppsetningu fjögurra ljósastaura í blíðunni þriðjudaginn 6. maí.