Framkvæmdir við kirkjuna ganga vel

Ágúst Þór Bragason, umhverfisstjóri lagði fyrstu hellurnar í planið við kirkjuna miðvikudaginn 14. maí. Hellurnar eru svokallaðir óðalssteinar, 8 cm þykkar. Reiknað er með að alls verði lagðar hellur sem nema um 160 tonnum í kirkjutorgið og stefnt að því að ljúka mestum hluta þess fyrir mánaðarmótin. Sjómannadagurinn verður haldin hátíðlegur 1. júní og fermt verður í kirkjunni 31. maí.