Framkvæmdum lokið við heilsugæslustöð á Skagaströnd 18.08.2006

Byggingu heilsugæslu á Skagaströnd er lokið og fór lokaúttekt fram föstudaginn 11. ágúst 2006.

Byggingin stendur austan við hús dvalarheimilisins Sæborgar og tengist því með tengigangi. Húsið er 267 m² timburhús, byggt á steyptri grunnplötu með sökkulbitum. Kemur þessi aðstaða í stað þeirrar sem heilsugæslan hefur haft til afnota á Skagaströnd og mun hýsa skrifstofu læknis og hjúkrunarfræðings ásamt tilheyrandi aðgerða- og rannsóknarstofu, sjúkraþjálfun, auk móttöku og biðstofu.

(Frétt á www.fsr.is )